Umf. Þorsteinn Svörfuður hlýtur Félagsmálabikarinn

Dagsetning birtingar: 13.3.2015 22:57:20

94. ársþing Ungmennasambands Eyjafjarðar var haldið í Funaborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 12. mars. Þingið gekk vel fyrir sig og voru umræður bæði líflegar og málefnalegar.

Meðal þess sem gert var á þinginu var að veita Félagsmálabikar UMSE. Bikarinn er veittur af stjórn UMSE til þess félags sem talið er hafa staðið sig vel varðandi innra starf félagsins, bæði varðandi íþróttastarf og almennt félagsstarf. Að þessu sinni hlaut Umf. Þorsteinn Svörfuður bikarinn og tók Ómar Hjalti Sölvason, stjórnarmaður félagsins við viðurkenningunni úr hendi Bjarnveigar Ingvadóttur formanns UMSE, eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Hægt er að lesa nánar um ársþingið og skoða myndir frá þinginu á heimasíðu Ungmennasambands Eyjafjarðar, www.umse.is eða á facebook síðu UMSE.