Barátta í utandeildinni

Dagsetning birtingar: 21.6.2014 19:10:18

Eftir þrjár umferðir í Kjarnafæðideildinni í Boganum hefur Þorsteinn Svörfuður uppskorið 2 stig og markatalan er 5-6. Leikirnir þrír hafa farið 2-2 (gegn Æskunni), 3-3 (gegn Fc. Neptúnusi) og 0-1 (gegn Fc. Mývetningi). Næsti leikur er fimmtudagskvöldið 26. júní kl. 21:00.

Íþróttanefnd minnir á æfingarnar á Rimum, öll sunnudags- og þriðjudagskvöld kl. 20:30 fyrir 14 ára og eldri og öll miðvikudagskvöld kl. 20:30 fyrir 13 ára og yngri.