Blómasala UMSE

Dagsetning birtingar: 23.5.2013 08:20:53

Nú um Hvítasunnuna tók Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður þátt í árlegri blómasölu UMSE. Blómasalan er fjáröflun fyrir bæði UMSE og aðildarfélög þess og gekk vel, venju samkvæmt. Blómasölum var vel tekið og seldust vendirnir upp áður en yfir lauk.