Fótboltaæfingar að hefjast

Dagsetning birtingar: 9.6.2015 17:20:11

Fótboltaæfingar hefjast á Rimum fimmtudaginn 11. júní kl. 20:30. Æfingarnar verða þrisvar í viku til að byrja með eða á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:30 fyrir 14 ára og eldri.

Æfingar 13 ára og yngri hefjast miðvikudaginn 10. júní kl. 20:30. Æfingarnar verða einu sinni í viku til að byrja með eða á miðvikudögum kl. 20:30. Íþróttanefnd mun sjá um æfingarnar.

Allir velkomnir, hlökkum til að sjá ykkur!

Íþróttanefnd Umf. Þorsteins Svörfuðar