Fréttir af aðalfundi Umf. Þ.Sv. 2013

Dagsetning birtingar: 28.3.2013 00:04:17

Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður hélt sinn 92. aðalfund fyrr í kvöld á Rimum. Mæting á fundinn var fram úr hófi góð, og í fyrsta skipti í einhver ár sem fundargestir eru fleiri en stjórnarmenn. Flestir fundargesta voru félagsmenn Þ.Sv. en að auki mætti Gestur sem gestur. Ýmis mál voru til umfjöllunar á fundinum eins og yfirleitt. Skýrsla stjórnar og ársreikningar voru samþykktir með handauppréttingu. Kosið var um þrjá menn í stjórn; Einar Hafliðason, Jónínu Heiðveigu Gunnlaugsdóttur og Gunnar Guðmundsson. Einar og Jónína gáfu kost á sér til áframhaldandi setu og voru endurkjörin. Gunnar gaf ekki kost á sér áfram og var Friðrik Arnarson kosinn í stjórn til tveggja ára í hans stað með lófaklappi.

Stjórn félagsins skipa því

Jón Haraldur Sölvason, Einar Hafliðason, Herbert Hjálmarsson, Jónína Heiðveig Gunnlaugsdóttir, Friðrik Arnarson

Kosið var í nefndir félagsins;

Sjoppunefnd: Einar Hafliðason, Jónína Heiðveig Gunnlaugsdóttir, Ari Þórsson

Íþróttanefnd: Jónína Heiðveig Gunnlaugsdóttir, Sigurlaug Hanna Hafliðadóttir, Herbert Hjálmarsson, Jón Bjarki Hjálmarsson, Jón Haraldur Sölvason

Brennunefnd: Karl Ingi Atlason, Gunnar Kristinn Guðmundsson, Jón Haraldur Sölvason, Karl Heiðar Friðriksson, Bergþóra Sigtryggsdóttir

Sjálfkjörinn í veitinganefnd var Gunnar Kristinn Guðmundsson (óforml)

Þrjár tillögur voru samþykktar:

Lagt til að ekki verði innheimt árgjöld fyrir árið 2013.

Lagt til að félagið greiði æfingagjöld fyrir félagsmenn sem stunda frjálsar íþróttir og knattspyrnu undir handleiðslu menntaðs þjálfara. Upphæðin verði þó aldrei hærri en 15.000 kr. á ári fyrir félagsmann.

Lagt til að félagið greiði kostnað vegna þátttökugjalda í utandeild KDN sumarið 2013 en leikmenn, sem taka þátt, standi sjálfir straum af öðrum kostnaði.

Þá voru lagðar fram nýsamdar siðareglur félagsins og þær samþykktar.

Ennfremur er stefnt á að endurtaka leikinn og halda bingó og Brúsmót í nafni félagsins næsta vetur.

Áður en fundi var slitið þakkaði Gunnar fyrir sig og þau 10 ár sem hann hefur setið í stjórn félagsins. Gunnari voru þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins.

Ýmislegt fleira var rætt á fundinum, meðal annars um jökulinn sem hvílir nú yfir fótboltavellinum, en óþarfi er að fara ofan í saumana á því öllu hér.