Guðmar ver brúsbikarinn

Dagsetning birtingar: 9.1.2015 22:51:38

Laugardagskvöldið 27. desember fór fram Brúsmót Umf. Þorsteins Svörfuðar 2014. Spilað var á 7 borðum, auk þess sem æfingar fóru fram á einu borði til viðbótar (sem sagt metþátttaka á þessu móti). Eftir harða keppni og mikil tilþrif urðu úrslitin þau að í 1. sæti lenti liðið Guðmar með 90 stig, Team Guðleifur varð í öðru sæti með 85 stig og liðið Hólsgöngustaðir endaði í þriðja sæti með 84 stig. Klórningaverðlaun hlaut liðið HK með 3 klórningar. Stjórn Umf. Þorsteins Svörfuðar vill koma á framfæri bestu þökkum til allra sem mættu og tóku þátt.

Þess má geta að liðið Guðmar, skipað Guðrúnu Ingvadóttur og Margréti Birnu Kristinsdóttur, hefur unnið brúsmót Umf. Þorsteins Svörfuðar í öll fjögur skiptin sem mótið hefur verið haldið.

Mynd af verðlaunahöfum má sjá hér fyrir neðan.

Photo