Íþróttaspriklið aftur af stað

Dagsetning birtingar: 11.10.2017 22:28:46

Íþróttaspriklið hefur göngu sína að nýju þriðjudagskvöldið 17. október á Rimum og hefst það kl. 20:30.

Sem fyrr stjórnar Sóla í Jörfatúni spriklinu.

Við hvetjum konur og karla til að mæta á þriðjudagskvöldum í vetur og sprikla þar sér til ánægju og heilsubótar - frítt! Tímarnir verða blanda af einhvers konar upphitun, þrekstöðvum og leik t.d. blaki, bandý, körfubolta o.fl. Allir velkomnir.

Umf. Þorsteinn Svörfuður