Jafntefli í fyrsta leik utandeildarinnar
Dagsetning birtingar: 11.6.2014 14:15:41
Þorsteinn Svörfuður hóf leik í utandeild knattspyrnudómarafélags Norðurlands (KDN) síðasta fimmtudagskvöld. Mótherjinn var gott lið Æskunnar og úr varð hörkuleikur sem endaði með jafntefli eftir mikla dramatík. Hér meðfylgjandi er umfjöllun um leikinn, tekin af vef KDN (kdn.is).
Æskan 2 – 2 U.m.f. Þorsteinn Svörfuður
0 – 1 Kjartan Hjaltason (41)
1 – 1 Viktor Andrésson (48)
2 – 1 Viktor Andrésson (50)
2 – 2 Sæþór Ólason (51)
Æskan var meira með boltann allan leikinn en skapaði sér fá marktækifæri framan af leik. Það var því gegn gangi leiksins þegar Kjartan kom Þorsteini Svörfuði yfir með góðu skoti í bláhornið. Eftir þetta þyngdust sóknir Æskunnar verulega. Viktor fór þar fremstur í flokki, en hann jafnaði leikinn og kom svo Æskunni yfir á lokamínútu venjulegs leiktíma eftir tvær vel útfærðar sóknir. Það var aftur á móti Sæþór sem var hetja Þ. Svörfuðar en hann slap einn í gegn um vörn Æskunnar og jafnaði metin á þeirri einu minútu sem spiluð var í uppbótartíma. Stórmeistarajafntefli varð niðurstaðan 2 – 2.
Næsti leikur Þorsteins Svörfuðar er gegn Fc. Neptúnus næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 21:00 í Boganum.