Knattspyrnumót UMSE 2017

Dagsetning birtingar: 28.8.2017 21:40:45

Knattspyrnunefnd UMSE hefur ákveðið að halda knattspyrnumót UMSE og Bústólpa á íþróttavellinum á Hrafnagili miðvikudaginn 6. september kl. 17:30.

Aðalmarkmið mótsins er að börn og unglingar á svæðinu sem áhuga hafa á fótbolta komi saman, kynnist og skemmti sér.


Stefnt er að því að keppa í eftirfarandi flokkum ef næg þátttaka fæst (blönduð lið):

8. flokkur (Börn fædd 2011 og síðar). 5 manna bolti.

7. flokkur (Börn fædd 2009-2010). 5 manna bolti.

6. flokkur (Börn fædd 2007-2008). 5 manna bolti.

5. flokkur (Börn fædd 2005-2006). 5 manna bolti.

4. flokkur (Börn fædd 2003-2004). 5 manna bolti.

3. flokkur (Börn fædd 2001-2002). 5 manna bolti.

17-18 ára (Börn fædd 2000-1999) 5 manna bolti

Mögulega þarf að setja saman einhverja flokka eftir skráningu.

Til að hægt sé að raða niður leikjum og ganga frá pöntun á viðurkenningum er mikilvægt að skráningar berist í síðasta lagi sunnudaginn 3. september kl. 22.

Umf. Þorsteinn Svörfuður hyggur á þátttöku í mótinu og mun greiða þátttökugjaldið fyrir sína keppendur.