Málþing um andlega líðan íþróttamanna
Dagsetning birtingar: 5.9.2015 09:55:47
Miðvikudaginn 9. september munu ÍSÍ, KSÍ og HR standa fyrir málstofu um andlega líðan íþróttamanna. Málstofan verður í stofu M208 í Háskólanum í Reykjavík og stendur frá klukkan 16:00-17:30. Hafrún Kristjánsdóttir mun fjalla um geðrænan vanda og algengi hans hjá íþróttamönnum og Sævar Ólafsson um íþróttaiðkun í mótvindi og svartnætti. Að lokum mun Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður segja frá glímu sinni við geðræna erfiðleika.
Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls á meðan að húsrúm leyfir.
Auglýsing er hér í viðhengi.