Spriklið í sumarfrí

Dagsetning birtingar: 7.5.2015 09:31:19

Síðasta íþróttaspriklið á Rimum fór fram mánudagskvöldið 4. maí.

Helstu spriklkempur vetrarins mættu, tóku létta blakæfingu og síðan var endað á veitingum sem hver og einn kom með að heiman.

Íþróttanefnd þakkar þeim sem mættu í vetur og vonast til að sjá sem flesta næsta haust.

Sólu íþróttakennara eru færðar þakkir fyrir umsjónina í vetur og síðustu vetur.

Fótboltaæfingar innandyra eru einnig komnar í "sumarfrí". Vonandi verður hægt að hefja útiæfingar í byrjun júní,

tíminn og tíðarfarið munu leiða það í ljós.