Stutt í unglingalandsmót

Dagsetning birtingar: 30.7.2014 09:14:24

Nú er styttist óðum í Unglingalandsmótið. Það fer fram á Sauðárkróki um næstu helgi. Keppendur UMSE eru að þessu sinni 62 talsins og eru skráðir í fjölmargar greinar á mótinu.

Að venju gefum við út upplýsingabækling fyrir okkar tjaldsvæði. Þar eru upplýsingar um keppendur UMSE, dagskrá á tjaldsvæðinu og tegnilið UMSE.

Hægt er að nálgast bæklinginn hér. Honum verður einnig dreift á tjaldsvæðinu.

Við minnum á grillveisluna á Laugardagskvöldið. Veislan er keppendum UMSE að kostnaðarlausu. Aðstandendur og fylgdarfólk eldri en 18 ára, greiða 1.000.-, yngri frítt. Við biðjum alla að taka með sér sína eign diska og drykkjarföng.

Nánari upplýsingar um aðkomu UMSE á mótinu veitir Þorsteinn Marinósson, framkvæmdastjóri UMSE í síma 868-3820 eða í tölvupósti umse@umse.is