Umf. Þ.Sv. hlýtur styrk úr menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

Dagsetning birtingar: 6.12.2013 23:24:54

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti í gær styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA.

Þetta er í 80. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum og fór úthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Auglýst var eftir umsóknum í september síðastliðnum og bárust 124 umsóknir og var úthlutað rúmlega 6 milljónum króna til 34 aðila.

Úthlutað var úr fjórum styrkflokkum; almennum flokki, flokki ungra afreksmanna, til þátttökuverkefna og íþróttastyrkjum. Ellefu aðilar hlutu almennan styrk, samtals kr 1,4 milljónir króna og til ungra afreksmanna voru veittar tólf viðurkenningar og styrkir, hver hlaut styrk uppá 150 þúsund, samtals 1,8 milljón króna. Til þátttökuverkefna var úthlutað 1,3 milljónum króna og hlutu fjórir aðilar styrk og sjö íþróttastyrkir voru veittir, alls 1,4 milljónir króna.

Umf. Þorsteinn Svörfuður hlaut 100.000 kr. íþróttastyrk til kaupa á áhöldum og íþróttavörum fyrir félagið.

Nánar er hægt að lesa um úthlutunina hér: http://www.kea.is/is/um-kea/frettir/uthlutun-ur-menningar-og-vidurkenningarsjodi-kea