Þrettándabrenna Umf. Þorsteins Svörfuðar

Dagsetning birtingar: 3.1.2017 08:27:21

Föstudagskvöldið 6. janúar verður Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður með sína árlegu þrettándabrennu við Tungurétt í Svarfaðardal. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30 og Björgunarsveitin verður með flugeldasýningu venju samkvæmt.

Hafi einhverjir áhuga á að styrkja flugeldasýninguna og gera hana öflugri má leggja inn á 0177-26-576, kt. 560694-2969 í síðasta lagi 5. janúar.

Með þrettándakveðju

Brennunefnd Umf. Þorsteins Svörfuðar