Tilkynning frá knattspyrnunefnd UMSE

Dagsetning birtingar: 16.8.2013 13:29:52

Knattspyrnunefnd UMSE sem skipuð var á dögunum hefur ákveðið að halda UMSE mót í knattspyrnu á íþróttavöllunum við Hrafnagilsskóla miðvikudaginn 28. ágúst nk. kl. 17:00.

Aðalmarkmið mótsins er að börn og unglingar á svæðinu sem áhuga hafa á fótbolta komi saman, kynnist og skemmti sér. Við leggjum áherslu á að þó ekki náist í lið í einhverjum flokki þá geti þau börn sem hafa áhuga leikið meö öðrum liðum.

Stefnt er að því að keppa í eftirfarandi flokkum ef næg þátttaka fæst (blönduð lið):

8. flokkur (Börn fædd 2007-2008). 5 manna bolti.

7. flokkur (Börn fædd 2005-2006). 5 manna bolti.

6. flokkur (Börn fædd 2003-2004). 5 manna bolti.

5. flokkur (Börn fædd 2001-2002). 7 manna bolti.

4. flokkur (Börn fædd 1999-2000). 7 manna bolti.

3. flokkur (Börn fædd 1997-1998). 7 manna bolti.

Til að hægt sé að raða niður leikjum og ganga frá pöntun á viðurkenningum er mikilvægt að skráningar berist í síðasta lagi föstudaginn 23. ágúst í netfangiðgunnur@no.is.

Í skráningunni þarf að koma fram hve mörg lið félagið sendir, í hvaða flokki þau keppa og fjölda barna.

Hlökkum til að heyra frá ykkur,

Jóhannes Gísli umf.Smáranum, Siggi E., Siggi F. og Gunnur umf. Samherjum.

Í grófum dráttum:

Staðsetning: Íþróttavöllurinn við Hrafnagilsskóla

Tímasetning: Miðvikudaginn 28. ágúst kl. 17:00 stundvíslega

Skráning: Í síðasta lagi föstudaginn 23. ágúst 2013