Tilkynning frá þorrablótsnefnd 2021

Dagsetning birtingar: 2.2.2021 22:44:47

Fátt er ókeypis í heimi hér, ekki heldur þorrablót Svarfdælinga á Vefnum. Samkoman var auglýst opin og hún verður galopin. Við nefndinni blasir hins vegar að þurfa að greiða umtalsverðan kostnað vegna ýmislegs sem til fellur við framkvæmd blótsins og sjálfa dagskrárgerðina.

Nefndin fer þess því á leit við heiðraða blótsgesti, í allri vinsemd, að þeir styrki samkomuna um 1000 krónur eða með frjálsu framlagi umfram það.

Framlag skal leggja inn á reikning UMF Þorsteins Svörfuðar: 0177-26-576 kt: 560694-2969 Það myndi gleðja nefndina verulega ef aðgangseyrir skilaði sér í síðasta lagi fimmtudaginn 18. febrúar.

Undirbúningur blótsins er annars á fullu skriði og nefndin lofar dæmalausu blóti til að afskrifa í eitt skipti fyrir öll veiruárið vonda sem flestir vilja gleyma.

Afskriftirnar eiga sér stað á svarfdælsku þorrablóti sem heimsbyggðin öll getur fylgst með í fyrsta sinn í mannkynssögunni og bíður nú óþreyjufull eftir annálnum og öðru góðmeti.

Því allt fram streymir...blót