Umf. Þorsteinn Svörfuður á knattspyrnumóti UMSE

Dagsetning birtingar: 5.9.2015 09:53:54

Knattspyrnumót UMSE fyrir 3.-7. aldursflokk fór fram á Hrafnagili miðvikudaginn 2. september.

Þátttakendur frá Umf. Þorsteini Svörfuði tóku þátt í mótinu.

Í 6. flokki tefldi Þ.Sv. fram liði og í 4. og 5. flokki tefldi Þ.Sv. fram sameiginlegu liði með Umf. Reyni.

Skemmst er frá því að segja að allir sem þátt tóku stóðu sig með prýði.

4. flokks liðið sigraði sinn flokk.

5. flokks liðið endaði í 2. sæti í sínum flokki.

6. flokks liðið spilaði tvo leiki; tapaði 1-0 og sigraði 3-1. Allir keppendur í 6. flokki fengu þátttökuverðlaun.

Takk fyrir fótboltasumarið 2015!