Úrslit brúsmóts 2019

Dagsetning birtingar: 28.12.2019 10:21:25

Hið árlega brúsmót Umf. Þ.Sv. var haldið á Rimum að kveldi 27. desember.

Spilað var á 5 borðum líkt og í fyrra og var hart tekist á í spilamennskunni.

Úrslit urðu sem hér segir:

1. sæti JóSi 74 stig

2. sæti Guðmar 71 stig

3. sæti Team Guðleifur 65 stig

Klórningarverðlaun, liðið JR.

Stjórn Umf. Þ.Sv. þakkar spilurum fyrir þátttökuna.

Meðfylgjandi er mynd af vinningshöfum kvöldsins.