Brúsmót Umf. Þ.Sv. 2017

Dagsetning birtingar: 30.12.2017 09:52:15

Miðvikudagskvöldið 27. desember, á 96 ára afmæli félagsins, hélt Umf. Þorsteinn Svörfuður sitt árlega brúsmót á Rimum. Var þetta í sjöunda sinn sem mótið er haldið og að þessu sinni var spilað á 8 borðum sem er met þátttaka á þessu móti.

Til leiks mættu flestir sterkustu brússpilarar norðan alpafjalla og var hart tekist á í spilamennskunni. Kvöldið endaði svo með kaffi, kakói, rjóma, piparkökum og verðlaunaafhendingu - í þessari röð.

Spilað var um Brúsbikar Umf. Þ.Sv., sem er veglegur farandbikar og mesta stofuprýði.

Úrslit mótsins urðu:

1. sæti Guðlaug og Gerða

2. sæti Gréta og Gauja

3. sæti Kalli og Gunni

Þá voru veitt sérstök klórningarverðlaun og háðungarverðlaun en af tillitsemi við þá verðlaunahafa verða nöfn þeirra ekki birt hér. :)

Stjórn Umf. Þorsteins Svörfuðar þakkar þeim sem mættu fyrir skemmtilegt kvöld.

Meðfylgjandi er mynd af sigurvegurum kvöldsins.