Utandeildinni 2014 lokið
Dagsetning birtingar: 24.8.2014 16:09:33
Lokaumferð Kjarnafæðideildar KDN í Boganum fór fram fimmtudagskvöldið 21. ágúst.
Á vef kdn.is segir:
U.M.F.Þorsteinn Svörfuður 1 – 3 Vesalingarnir
0 – 1 Hákon Arnarson (30)
0 – 2 Halldór Tryggvason (32)
0 – 3 Halldór Tryggvason (34)
1 – 3 Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson (41)
Leikurinn var jafn og bæði lið að reyna að sækja hratt en fá færi litu dagsins ljós. Eitthvað hefur “tee-ið” í hálfleik farið illa í Svarfdælinga en Vesalingarnir gerðu út um leikinn með þremur mörkum á fjögurra mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. Svörfuðarmenn náðu að klóra í bakkann þegar 9 mínútur voru eftir. Meira var ekki skorað í þessum prúðmannlega leikna leik.
Lokastaða deildarinnar er þessi:
Sæti Lið S J T Markahlutfall Stig
Leikir Þorsteins Svörfuðar í sumar:
Eins og sést hefur ekki gengið nógu vel að ná í stig í sumar, en flestir leikir Þorsteins Svörfuðar hafa verið jafnir og spennandi og allir lagt sig fram um að gera sitt besta, það er ekki hægt að fara fram á meira.