Utandeild KDN 2014 og æfingar í sumar

Dagsetning birtingar: 28.5.2014 09:48:59

Umf. Þorsteinn Svörfuður sendir lið til keppni í utandeild KDN, Kjarnafæðideildinni, sumarið 2014.

Deildin verður spiluð á fimmtudagskvöldum í Boganum líkt og undanfarin ár og hefst 5. júní n.k.

Allir sem hafa áhuga mega taka þátt.

Fótboltaæfingar í sumar:

14 ára og eldri á sunnudags- og þriðjudagskvöldum kl. 20:30

13 ára og yngri á miðvikudagskvöldum kl. 20:30

Íþróttanefnd hefur umsjón með æfingunum.