Vel heppnað yngriflokkamót UMSE í knattspyrnu

Dagsetning birtingar: 18.9.2013 22:47:01

Knattspyrnunefnd UMSE stóð fyrir yngri flokka móti í knattspyrnu á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit í ágústlok.

Þorsteinn Svörfuður telfdi fram liði í 7. flokki auk sameiginlegra liða með Umf. Samherjum í tveimur aldursflokkum.

Vel tókst til og allir sem þátt tóku höfðu gaman af.

Meðal úrslita má nefna að 7. flokkur vann alla sína leiki og blandað lið Þ.Sv. og Umf. Samherja sigraði 5. flokk.